142. löggjafarþing — 28. fundur,  16. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[16:36]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið, en ég er ekki alveg með það á hreinu enn þá hver það var sem lét steyta á skeri. Var það stjórnarandstaðan með því að heimta að málinu yrði frestað fram á haustþing eða voru það stjórnarliðar sem neituðu bara að ræða nokkrar frekari breytingar?

Ég vil spyrja hv. þingmann: Var það þannig að stjórnarandstaðan og hv. þingmaður vildu vinna áfram yfir helgina og reyna að finna lausn sem hefði getað komið núna nákvæmlega eins og í október? Það er bara spurning um að vinna málin og ef menn telja sig geta fundið lausn í október geta þeir fundið hana nú þegar, hún er einhvers staðar.

Ég vil spyrja að þessu vegna þess að mér finnst frumvarpið hafa breyst allverulega og mikið til batnaðar í vinnslu í nefndinni. Mér finnst að menn hafi tekið tillit til mjög margra þátta og ég furða mig á því að menn skuli ekki hafa unnið þá yfir helgina til þess að klára það og gera það það gott að allir geti á það sæst.