142. löggjafarþing — 29. fundur,  17. sept. 2013.

ávarpsorð í þingsal.

[14:41]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Frú forseti. Bara til að reyna með virðingu og vinsemd að fyrirbyggja bjöllusláttinn sem var í gær við þingræðu mína þá langar mig að lesa hérna upp úr þingsköpum Alþingis. Þar segir, með leyfi forseta:

„Þingmaður, sem hefur óskað að taka til máls og fengið leyfi til þess, skal mæla úr ræðustól.“

Við lok þessarar greinar kemur fram:

„Kenna skal þingmann við kjördæmi hans eða nefna hann fullu nafni.“

Ég hyggst klárlega gera það og hef gert hingað til, mun bæta við forskeytinu herra eða frú sem eru einmitt virðingartitlar forseta þingsins.

Þegar það kemur að valdi forseta og því sem hann á að ná fram samkvæmt þingsköpum segir í 8. gr.:

„Forseti stjórnar umræðum og sér um að allt fari fram með góðri reglu.“

Og í 59. gr., með leyfi forseta:

„Skylt er þingmanni að lúta valdi forseta í hvívetna er að því lýtur að gætt sé góðrar reglu.“

Góð regla á við, eins og kemur fram í 8. gr., þegar kemur að störfum þingsins (Forseti hringir.) í samræmi við ákvæði stjórnarskrár, þingskapa og annarra laga. Það er góð regla þannig að ég vona bara að góð regla verði ekki brotin með miklum bjölluslætti þegar (Forseti hringir.) þingmaður …