142. löggjafarþing — 29. fundur,  17. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[15:27]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það er dapurlegt að hlusta á málflutning hæstv. forsætisráðherra af því að það hefur verið einlægur vilji á þessu þingi að vinna saman að málefnum og sérstaklega í nefndinni sem fjallaði um þetta mál.

Það er líka dapurlegt að hæstv. forsætisráðherra, sem er svo mikið í mun að fá þetta mál í gegn, hafi ekki verið neitt við umræðuna. Hann sást aldrei í húsinu.

Þegar hæstv. ráðherra kemur fram með slíkar fullyrðingar og segir að við ætlum ekki að vinna saman og styðja öll góð málefni sem koma frá ríkisstjórninni er það mjög vont veganesti því að við erum að fara heim að undirbúa okkur fyrir þingstörf í október. Hæstv. forsætisráðherra veit að margir þingmenn hér ætla sér að vinna út frá þeim forsendum og því finnst mér að hann ætti að vera maður að meiri og (Forseti hringir.) taka þessi orð til baka.