142. löggjafarþing — 30. fundur,  18. sept. 2013.

friðlýsing Þjórsárvera.

[15:15]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég held að það megi alveg fullyrða að hægt sé að gera það bráðlega. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að klára það í sumar var að í ljós kom að ekki voru allir með það á hreinu hvar mörkin á friðlandinu lægju og ég vil standa faglega að málum, fá allt upp á borðið og finna þá lausn sem allir geta sætt sig við. Það er unnið að því og ég vænti þess að það taki frekar skemmri tíma en lengri þannig að við getum klárað málið og glaðst yfir því að eftir 40 ára baráttu sé hægt að friðlýsa Þjórsárverin.