142. löggjafarþing — 30. fundur,  18. sept. 2013.

þverfagleg samvinna í heilbrigðisþjónustu.

[15:21]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Varðandi þær áherslur sem við höfum verið að ræða í heilbrigðismálum hyggjumst við einbeita okkur að því að endurskipuleggja heilsugæsluna fyrst af öllu til þess að mynda í rauninni þann hjúp sem þarf að vera um aðra þjónustu sem veitt er á sviði heilbrigðismála. Við hyggjumst gera það og hefjast handa um áramót í þeim efnum, vonandi. Við ætlum okkur að taka upp þjónustustýringu í heilbrigðiskerfinu til þess að reyna að ná tökum á því að stýra flæði sjúklinga milli heilsugæslu, sérfræðinga og sjúkrahúsa. Þetta eru svona stærstu málin sem ég get nefnt að svo stöddu í þá veru sem við hyggjumst beita okkur til þess að reyna að koma betri skikk og stjórnun á þennan mikilvæga málaflokk.

Ég veit til þess eftir samtöl mín við fulltrúa ýmissa faghópa (Forseti hringir.) sem þessu tengjast að það er fullur vilji hjá því ágæta fólki til að leggja (Forseti hringir.) þessum verkefnum lið.