143. löggjafarþing — 4. fundur,  4. okt. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[12:16]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Þá langar mig að fylgja því eftir í kjölfar þessarar umræðu sem rætt var áðan í ræðu ráðherrans og hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu, þ.e. að taka gjald af ferðamönnum, náttúrupassa og annað slíkt. Þá tel ég mjög mikilvægt að það gjald skili sér til uppbyggingar ferðamannastaða en ekki einhverrar umsýslu eða stofnunar sem á að sjá um að úthluta þessu gjaldi. Ég vil biðja menn að hafa það á hreinu.

Annars vil ég bara þakka fyrir og segja að lokum að við þurfum að nota fjármunina rétt í umhverfismálum.