143. löggjafarþing — 5. fundur,  8. okt. 2013.

tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014.

2. mál
[14:41]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi síðara atriðið, Fæðingarorlofssjóð, nei, þá teljum við að eins og löggjöfin verður úr garði gerð á næsta ári, gangi áform ríkisstjórnarinnar eftir, ógni það ekki stöðu Fæðingarorlofssjóðs þó að lægra hlutfall tryggingagjaldsins gangi til sjóðsins. Þessi umræða sem lýtur að skattlagningu á tekjum snýst öðrum þræði um það hvort við getum annaðhvort fundið svigrúm einhvers staðar í ríkisrekstrinum til að auka frekar við fjárfestingu og draga úr almennum rekstrarkostnaði eða nýta einhvern annan skattstofn frekar en tekjuskatt heimilanna. Ég minni á að það eru ekki mörg ár síðan skattprósentan var almennt 23,5% en hún verður á næsta ári, þrátt fyrir þessa lækkun, 25% sem er talsvert hærra hlutfall en gilti hér fyrir stuttu.