143. löggjafarþing — 5. fundur,  8. okt. 2013.

stimpilgjald.

4. mál
[19:09]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir svörin. Það er erfiðara að koma með nýtt kerfi, það er erfiðara að leggja á nýja skatta, en að hætta við skatta — það á að vera mjög auðvelt. Það á að vera mjög auðvelt í framkvæmd að segja bara: Nú hættið þið að innheimta þetta. Það hlýtur að geta gerst með nánast dags fyrirvara. Ég legg því til að nefndin skoði það að flýta vinnslunni.