143. löggjafarþing — 7. fundur,  10. okt. 2013.

samstarf við Færeyjar og Grænland um málefni norðurslóða.

42. mál
[14:01]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar aðeins að spyrja nánar út í eitt, þú talar um að þið hafið lagt áherslu á að skilgreina okkar sameiginlegu hagsmuni. Hefur eitthvað verið rætt um að skilgreina og skoða hvað það er sem við getum gert sem þriggja þjóða heild til að sporna gegn þeim neikvæðu, umhverfislegu áhrifum sem nú eru að verða til dæmis vegna hlýnunar jarðar og gróðurhúsaáhrifa? Hefur eitthvað verið rætt hvað við getum gert til að vinna gegn þeirri þróun en ekki bara að hugsa um hvaða hagsmuni við höfum af þessum breytingum eins og opnun siglingaleiða?