143. löggjafarþing — 8. fundur,  14. okt. 2013.

varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hafa bréf frá Jóni Gunnarssyni, hv. 6. þm. Suðvest., og frá Sigrúnu Magnúsdóttur, hv. 7. þm. Reykv. n., um að þau geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni. Í dag taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau Þorsteinn Magnússon og Óli Björn Kárason. Þeir hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðnir velkomnir til starfa að nýju.

Einnig hafa borist bréf frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hv. 3. þm. Reykv. s., og Þorsteini Sæmundssyni, hv. 10. þm. Suðvest., um að þau geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni. Í dag taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau Björk Vilhelmsdóttir og Sigurjón Kjærnested. Kjörbréf Bjarkar Vilhelmsdóttur og Sigurjóns Kjærnesteds hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt en þau hafa ekki tekið áður sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Björk Vilhelmsdóttir, 3. þm. Reykv. s., og Sigurjón Kjærnested, 10. þm. Suðvest., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]