143. löggjafarþing — 8. fundur,  14. okt. 2013.

aukin skattheimta.

[15:12]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Framsóknarflokkurinn er félagshyggjuflokkur, ekki bara einu sinni heldur alltaf. Ég held að ég fari rétt með að samflokksmaður hv. fyrirspyrjanda, þáverandi hæstv. fjármálaráðherra, samflokksmaður hv. þm. Árna Páls Árnasonar, hafi sagt á síðasta kjörtímabili að leggja ætti auðlegðarskattinn af og það stæði ekki til að endurnýja hann. (Gripið fram í.)

Ég held að við ættum að taka umræðuna upp úr þessu hjólfari. Ef við ætlum að ræða veiðigjöld sem auðlindagjald og hver eigi að greiða þau þurfum við að ræða það á málefnalegum og skynsamlegum nótum. Hvað er auðlindagjald? Hvað er auðlindagjald í olíu, orku, vatni, landnýtingu, ferðamönnum? Við verðum að taka það í heild sinni. Það er hins vegar alveg frábært að við skulum hafa eina öfluga atvinnugrein, sjávarútveg, nánast umfram öll önnur lönd, sem getur staðið undir auðlindagjaldi en er ekki ríkisstyrktur eins og víðast hvar annars staðar. Það er frábært að þessi fyrirtæki geti lagt mikið í ríkiskassann, (Forseti hringir.) um 20 milljarða, en við skulum ekki ganga of langt í skattlagningu.