143. löggjafarþing — 10. fundur,  16. okt. 2013.

dómstólar.

93. mál
[15:58]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Nú ber vel í veiði því að við erum svo lánsöm í þinginu að hafa sem þjóðkjörinn fulltrúa reyndan lögmann þar sem er einmitt hv. þm. Brynjar Níelsson. Ég vildi í þessari almennu umræðu um héraðsdóminn og álagið sem er á dómstólakerfinu spyrja hv. þingmann út í sjónarmið hans um þær hugmyndir sem uppi hafa verið um að koma á millidómstigi í okkar tiltölulega fámenna samfélagi. Sér hann það fyrir sér sem heppilegustu lausnina á þessu mikla álagi sem einkanlega hefur verið á Hæstarétti að innleiða nýtt dómstig, millidómstig, og taka málin þar fyrir í ríkari mæli en hjá Hæstarétti sjálfum?