143. löggjafarþing — 10. fundur,  16. okt. 2013.

dómstólar.

93. mál
[16:11]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef sjálfur verið þeirrar skoðunar að fækka frekar almennt í venjulegu árferði dómurum og fjölga aðstoðarmönnum, að það sé skilvirkara system en að dómari sé raunverulega í öllu, alveg frá byrjun. Ég tek undir það að það má alveg skoða það til framtíðar litið að fækka þeim og gera aðstoðarmannakerfið og fulltrúakerfið þá öflugra. Auðvitað eru 43 dómarar í ekki fjölmennara landi svolítið mikill fjöldi, það er það. (Gripið fram í.) — Ég veit það ekki, en þeir eru greinilega eitthvað of fáir þar, en ég held að við þurfum alla vega að skoða þetta eitthvað vegna þess að þar sem ódýrari starfskraftar geta unnið störfin á það auðvitað að vera þannig.