143. löggjafarþing — 10. fundur,  16. okt. 2013.

Neytendastofa og talsmaður neytenda.

94. mál
[16:34]
Horfa

innanríkisráðherra (Hanna Birna Kristjánsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að lengja umræðuna með því að endurtaka svarið sem ég gaf áðan en ég tek undir það með hv. þingmanni að telji hæstv. allsherjar- og menntamálanefnd þörf á því að skerpa þau heimildarákvæði sem vísað var til áðan er það að sjálfsögðu í höndum nefndarinnar. Telji nefndin að það sé óljóst er það að sjálfsögðu einnig í höndum nefndarinnar að ákveða að skerpa á, ef talin er þörf á því.