143. löggjafarþing — 10. fundur,  16. okt. 2013.

Neytendastofa og talsmaður neytenda.

94. mál
[16:46]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Mig langar aðeins í restina til þess að hvetja ráðherra og hv. allsherjar- og menntamálanefnd, af því að komið hefur fram að fyrirtæki hafa gjarnan farið að tilmælum talsmanns neytenda þegar komið hafa fram ábendingar um það sem betur má fara en stjórnvöld hafa ekki staðið sig eins vel. Á það hefur verið bent að það sé sýnilegur munur á milli ráðuneyta varðandi samráð þegar kemur að reglum eða einhverju slíku þar sem forsendan er sú að talsmaður geti stuðlað að aukinni neytendavernd eins og lög gera ráð fyrir.

Ég hvet því nefndina til að kalla eftir þessu og fá tölulegar upplýsingar um þetta hjá ráðuneytunum. Eins liggur væntanlega fyrir hjá talsmanni neytenda rökstuðningur fyrir þessum orðum þar sem hann hefur sagt að þetta sé svona.