143. löggjafarþing — 10. fundur,  16. okt. 2013.

þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið.

13. mál
[19:03]
Horfa

Björk Vilhelmsdóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég kannski kann ekki á það á mínum þriðja degi þingstarfa hvert maður getur vísað svona en ég mundi vilja láta skoða það í nefndinni sem fær málið til umfjöllunar hvort nefnd sérfróðra aðila gæti skoðað þessi atriði, hvort þau falli undir lögin, að vera íslensk eða ekki. Ég held það kalli á mjög pólitíska umræðu um notkun fánans að hafa ákvörðunarvaldið hjá ráðherra. Ég held að það sé mjög mikilvægt — við höfum hér sérstaka vöruþróunardeild í Listaháskóla Íslands þar sem verið er að mennta sérfræðinga á þessu sviði — að þetta sé skoðað í nefndinni.