143. löggjafarþing — 10. fundur,  16. okt. 2013.

þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið.

13. mál
[19:04]
Horfa

Flm. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt, hv. þingmaður, að þetta er 1. umr. á þessu framlagða frumvarpi þannig að þetta fer nú til nefndarinnar og verður þar til umræðu. Eins og fram kom í máli mínu hér áðan þá hefur þetta mál verið nokkur ár í vinnslu vegna þess að þetta er flókið í útfærslu. Ég tel að með þessari útgáfu frumvarpsins hafi mér og meðflutningsmönnum tekist að færa til betri vegar það sem hlaut helst gagnrýni hér áður. Ég tel því að við séum að þokast í rétta átt. En það verður mjög áhugavert að sjá hvaða athugasemdir koma frá nefndinni þegar hún hefur fjallað um málið og hugsanlegar breytingartillögur.