143. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2013.

fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.

[11:00]
Horfa

Björk Vilhelmsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að jónsmessunefnd verður kölluð saman og þetta fari í formlegan farveg. Það er full ástæða til. Ég er í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og átti nýlega fund sem á voru fulltrúar allra landshlutasamtakanna og það er aukinn þungi, ekki síst í velferðarmálum. Ríkið verður að skoða það núna þegar á að fara að setja fjárlög. Öll þrenging á hlutverki ríkisins fer yfir á sveitarfélögin. Verkefnin og þarfir fólksins hverfa ekki heldur fara annað og það er til sveitarfélaganna sem eru nær fólkinu og verða að bregðast við vanda og aðstæðum fólks. Það viljum við gera. En ég fagna svari hæstv. innanríkisráðherra.