143. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2013.

flóttamenn frá Sýrlandi.

[11:05]
Horfa

Karl Garðarsson (F):

Ég vil þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir greinargóð svör. Ég er sammála honum í því að stórveldin eru ekki að gera nógu mikið í því að stöðva sjálf átökin í Sýrlandi. Hins vegar held ég að það sé mjög áríðandi fyrir okkur sem litla þjóð að við sýnum í verki að við séum ekki stikkfrí í alþjóðasamfélaginu og að við tökum á móti flóttamönnum frá Sýrlandi eins og aðrar þjóðir eru að gera. Ég held að það þurfi að hraða þessu verki verulega.