143. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2013.

rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu.

40. mál
[14:53]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að spyrja hv. þm. Guðlaug Þór um áætlaðan kostnað vegna þessarar skýrslu og hvort gert sé ráð fyrir honum á fjárlögum 2014.

Eins og hv. þingmaður kom inn á hefur kostnaður við rannsóknarskýrslur Alþingis farið algjörlega úr böndunum. Á fjárlögum í ár er til dæmis ekki gert ráð fyrir þeim hundruðum milljóna sem sparisjóðaskýrslan kostaði og verður sótt um aukafjárveitingu. Það er heldur ekki gert ráð fyrir henni á fjárlögum 2014. Mig langar þess vegna aðeins að spyrja út í kostnaðinn. Ég er ekki að taka afstöðu til þess hér og nú hvort mér þyki ástæða til að fara í þetta verk, en ég vil vita hvað hv. þingmaður segir um kostnaðinn og hvar eigi að fá þessa peninga ef ekki er gert ráð fyrir þeim á fjárlögum 2014.