143. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2013.

rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu.

40. mál
[15:06]
Horfa

Flm. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni að vald hv. formanna viðkomandi þingnefnda er mikið, en auðvitað geta nefndarmenn komið með tillögur um hvað eigi að fara á dagskrá o.s.frv. Ég vonast til þess að þetta mál sem og önnur fari ekki í pólitískar skotgrafir, þess í stað fari menn málefnalega yfir það. Ég ætla hv. þm. Ögmundi Jónassyni ekki annað en að gera það. Hann er ekki í salnum núna, en það breytir því ekki að ég vil trúa því að öll hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari með þetta mál málefnalega. Það ætti að vera gott tækifæri til þess núna. Eftir því sem ég best veit liggur ekki mikið fyrir hjá þeirri nefnd. Það er afskaplega mikilvægt að fara yfir þetta og ganga þannig frá málinu að sómi sé að.