143. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2013.

rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu.

40. mál
[15:13]
Horfa

Elín Hirst (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mikið gleður mig að heyra að hv. þm. Össur Skarphéðinsson, 4. þm. Reykv. n., var sjálfum sér trúr í allri þessari vegferð í landsdómsmálinu. Ég tæki ofan fyrir honum hattinn ef ég hefði hann. Við megum samt ekki gleyma því að stjórnmálum fylgir ábyrgð og það er ekki þar með sagt að við eigum að vera ábyrgðarlaus af því sem við gerum hér, hvorki þingmenn né ráðherrar. Það er ekki það sem ég er að tala um þó að ég vilji ekki hafa landsdóm hér lengur og telji hann algjörlega barn síns tíma. Ég tel hins vegar að mál ráðherra og stjórnmálamanna almennt eigi að bera upp fyrir almennum dómstólum ef ástæða þykir til.

Varðandi spurningu hv. þingmanns … (ÖS: … beint til mín.) (Gripið fram í: Nei, beint til mín.) [Kliður í þingsal.]

(Forseti (EKG): Ekki samtöl í þingsal.)

Ég man ekki hver spurningin var.