143. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2013.

rannsókn á ákvörðunum stjórnvalda vegna innstæðna Landsbanka Íslands á Evrópska efnahagssvæðinu.

40. mál
[15:16]
Horfa

Elín Hirst (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að þú sért að beina spurningu til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, ekki til undirritaðrar í þessu máli. (ÖS: Þú ert flutningsmaður.) Já, ég er það. Það sem mér finnst einkennilegt við þinn málflutning í þessu máli er að þú ert á móti því að það verði rannsakað eða skoðað sem gert hefur verið á þinginu.

Ég skil ekki af hverju það er þér svona á móti skapi, hv. þingmaður.