143. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2013.

40 stunda vinnuvika.

19. mál
[16:25]
Horfa

Flm. (Róbert Marshall) (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Það er rétt sem hann segir að þetta mál eða önnur mál samstofna því hafa verið flutt hér áður. Þetta er mál af þeirri tegund sem á að geta náðst nokkuð þverpólitísk samstaða um. Ef ég leyfi mér að sletta, virðulegur forseti, þá er þetta svokallað „no-brainer“ eins og stundum er talað um.

Ég heyri ekki annað af viðbrögðunum úti í samfélaginu en að eftirvænting sé eftir því að þessi lög verði að veruleika. Við sáum það á viðbrögðunum sem við fengum síðasta vetur þegar ég flutti þetta mál í fyrsta skipti að þetta er nokkuð sem fjölskyldufólk horfir til. Svo höfum við líka fengið skýrslur alþjóðlegra matsfyrirtækja sem hafa metið framleiðni í íslensku atvinnulífi og í ljós hefur komið að við getum gert mun betur. Þetta leysir það auðvitað ekki en er mjög mikilvægur áfangi í þá átt. Ég held að þetta muni gagnast atvinnulífinu ekki síður en fjölskyldum.

Ég þakka stuðninginn og vonast til þess að frumvarpið geti hlotið nokkuð hraða og örugga afgreiðslu í þinginu.