143. löggjafarþing — 12. fundur,  30. okt. 2013.

myglusveppur og tjón af völdum hans.

96. mál
[17:38]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég get staðfest það að þeir sem komu að því máli eru búnir að ná samkomulagi og endurnýjun þess húsnæðis er hafin, þannig að það er mjög jákvætt og því ber að fagna.

Það er rétt sem hv. þm. Össur Skarphéðinsson segir og hv. þm. Kristján L. Möller kom inn á að hægt er að líkja þessu við það að lenda í bruna af því að það er líka svo mikið tilfinningamál sem fylgir þessu, líkt og þegar brotist er inn í húsnæði fólks, það er verið að ráðast inn á heimili þess. Það hefur miklar tilfinningalegar afleiðingar og það á alveg eins við þessu tilviki. Það er náttúrlega líka tilfinningalegur missir í bruna þegar fólk missir það sem er kært fjölskyldunni.

Ég held að við getum sammælst um það eftir þessar umræður að við munum ná músunum.