143. löggjafarþing — 12. fundur,  30. okt. 2013.

aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka.

18. mál
[18:19]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Gott að heyra. Þá spyr ég aftur fyrst svo er að skilja að það sé gott að þessi könnun fari fram hvort hún megi ekki fara fram í forminu sem lagt er til í þingsályktunartillögunni, þá sé bara farið í þá vinnu þannig og ekkert beðið með það. Þingsályktunartillagan er komin og við keyrum á þetta dæmi.

Þingmaðurinn hefur greinilega áhuga á þessu máli, að ekki sé verið að reka viðskiptabanka sem vogunarsjóði, þ.e. starfsmenn bankans virðast hafa gert það eins og þingmaðurinn nefndi. Vill hann ekki koma sérstaklega að þessari vinnu og bæta jafnvel inn einhverjum greinum sem takmarkar þetta enn frekar?