143. löggjafarþing — 13. fundur,  31. okt. 2013.

um fundarstjórn.

[12:20]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur og legg enn frekar áherslu á að þau mál sem hafa haldið uppi dagskrá þingsins, ekki bara í dag heldur undanfarið, sem eru þingmannamál og meira og minna frá stjórnarandstöðunni, fái þá framgang í nefndunum. Við höfum borið uppi dagskrána og nefndirnar eiga þá að fá að klára svo málin komi aftur inn í þingsal og þingmenn fái tækifæri til að taka afstöðu til þeirra.

Einhver hefði sagt á síðasta kjörtímabili að þetta væri merki um verklausa ríkisstjórn en ég fagna því hins vegar að hér skuli þingmannamál renna í gegn og hvet forseta til að sjá til þess að þau nái að ganga til enda og þingmenn fái að taka afstöðu til þeirra hvers og eins.