143. löggjafarþing — 13. fundur,  31. okt. 2013.

um fundarstjórn.

[12:23]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með þeim sem hafa talað á undan mér, það er ánægjulegt að þingmannamál koma eins vel á dagskrá og raun ber vitni. Ég á að tala á morgun fyrir frumvarpi sem var lagt fram í gær.

Það skiptir náttúrlega líka mjög miklu máli að þessi mál verði þá kláruð og við lendum svo ekki í því einhvern tímann þegar nær dregur þinglokum að það sé ekki tími og þá sé þessum málum hent út sem við höfum lagt vinnu í að leggja fram og mæla fyrir hér. Ég verð að segja að það er svolítið kostulegt að við fullnýtum ekki einu sinni tímann. Venjulega byrjar matarhlé hér ekki fyrr en kl. 13 og klukkan er ekki orðin 12.30. Þetta er svolítið kostulegt, virðulegi forseti, svo ég noti nú ekki annað orð um þetta.