143. löggjafarþing — 15. fundur,  4. nóv. 2013.

sjúkraflutningar á landsbyggðinni.

[15:29]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Ég tek undir að það var gerð atlaga að þessum tiltekna sjúkrabíl í Ólafsfirði fyrir akkúrat tveimur árum en þá tókst að verja hann. Ég held að því sé víðar þannig farið. Með samdrætti í heilbrigðisþjónustunni, eins og hæstv. ráðherra kom inn á, er auðvitað mjög sérstakt að ætla að fækka þessum bílum þetta mikið. Það á við um mjög marga staði.

Hv. þm. Jón Gunnarsson minnti mig á að það eru fern jarðgöng í Ólafsfirði, við lítum svo á Héðinsfjarðargöngin séu ein en þau eru auðvitað tvenn þannig að enn frekar er þessi hætta til staðar.

Ég ítreka bara enn og aftur og spyr ráðherrann í leiðinni hvort hann hafi einhverjar tölur yfir sjúkraflutninga landleiðina síðustu fimm til átta ár, hvernig þeir hafi þróast. Það væri áhugavert að vita hvaða áhrif þessi sparnaður í heilbrigðiskerfinu hefur á síðustu 10–15 árum haft (Forseti hringir.) á landleiðina.