143. löggjafarþing — 16. fundur,  5. nóv. 2013.

almannatryggingar, málefni aldraðra og félagsleg aðstoð.

144. mál
[16:36]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langaði að benda hv. þingmanni á að hér er verið að mæla fyrir málinu í 1. umr. Málið gengur síðan til velferðarnefndar, þar sem ég á sæti. Málið verður sent til umsagnar. Ég geri ráð fyrir því að Persónuvernd fái málið til umsagnar og við munum einfaldlega fjalla um það í þingnefndinni. Þetta er hin þinglega meðferð. Nú er málið í okkar höndum. Ráðherrann getur auðvitað haft skoðun á því hvernig nefndin á að vinna, engu að síður er það þingnefndin sjálf sem mun fara yfir þessi atriði.