143. löggjafarþing — 18. fundur,  7. nóv. 2013.

fækkun sjúkrabifreiða.

[11:06]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Það er alveg ljóst að samhliða viðræðum sem eru í gangi núna á milli velferðarráðuneytisins og Rauða krossins þarf að endurskipuleggja sjúkraflutninga á landinu. Það eru vissulega fleiri atriði sem skipta máli en bara fjöldi sjúkrabíla og staðsetning. Þetta lýtur líka að því að þjálfa upp viðbragð á viðkomandi stöðum, gera fólk tilbúið, sérstaklega í dreifbýli, til að þjónusta í bráðatilvikum þar til unnt er að koma við flutningi slasaðra eða bráðveikra. Sú vinna er ekki heldur hafin en hún er hluti af þessu verkefni og tekur einhvern tíma. Á meðan þetta yfirgangstímabil gengur yfir, ef svo má segja, verðum við að tryggja grunnatriðin sem lúta að flutningum fólks með (Forseti hringir.) álíka hætti (Forseti hringir.) og verið hefur undanfarin ár.