143. löggjafarþing — 18. fundur,  7. nóv. 2013.

aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi, sbr. ályktun Alþingis nr. 1/142, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[13:27]
Horfa

Sigrún Magnúsdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég mótmæli því harðlega sem þingflokksformaður Samfylkingar heldur fram, að hér hafi tíma þingsins verið eytt í ekki neitt. Umræðan er liður í því sem við lögðum fram á sumarþingi, að gefin yrði skýrsla á haustdögum um gang mála og það var nákvæmlega það sem hæstv. forsætisráðherra var að gera hér. Ég mundi skilja og heyri í anda orð hv. þingmanns ef hæstv. forsætisráðherra hefði ekki staðið við þau orð. Menn verða stundum að hugsa um hvað þeir eru að gagnrýna.