143. löggjafarþing — 18. fundur,  7. nóv. 2013.

aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi, sbr. ályktun Alþingis nr. 1/142, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[13:31]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hæstv. forseti stýrir hér fundi með miklum ágætum. Hins vegar verð ég að koma því á framfæri hér að mér finnst það ekki mikil ánauð á hv. þingmenn sem hér eru kjörnir á þing af þjóðinni, (Gripið fram í.) hafa hér laun (Gripið fram í.) fyrir af hálfu skattgreiðenda, (Gripið fram í.) að þeir breyti (Gripið fram í.) plönum sínum til þess að koma hér og hlýða á umræðu sem þeir hafa sjálfir (Gripið fram í.) áhuga á. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sem gargar hér fram í í staðinn fyrir …

(Forseti (ÞorS): Forseti biður þingmenn að halda ekki uppi samræðum í þingsal.)

(Gripið fram í.) … að reyna að taka þátt í málefnalegri umræðu, (HHj: … á að sitja við umræðuna.) hann á að þekkja þingsköpin það vel að hann viti að hann á að koma hér upp til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum. Ég skora á hann að reyna að taka þátt í þessari umræðu á málefnalegan hátt í staðinn fyrir að sitja hér gjammandi fram í eins og hans er orðinn siður eftir að hann komst í stjórnarandstöðu. Það er ekki til fyrirmyndar og ég skora á hv. þingmann að taka sér nú tak og bæta framkomu sína í þingsalnum.