143. löggjafarþing — 19. fundur,  11. nóv. 2013.

beiðni þingmanna um upplýsingar.

[15:08]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég hef fylgst með þeirri vinnu sem hér er verið að ræða um hjá hagræðingarhóp ríkisstjórnarinnar og get upplýst það að allt fram undir lok síðustu viku voru tillögur nefndarinnar á vinnslustigi og þess vegna í sjálfu sér ómögulegt að verða við beiðni um að fá afhentar tillögur nefndarinnar sem voru í lokafrágangi fram á helgina þó að ákvörðun hafi verið tekin um það undir lok síðustu viku að tillögurnar, eins og þær mundu enda, yrðu birtar í dag. Ég átta mig ekki alveg á um hvað þessi umræða snýst þegar ríkisstjórnin og ráðherranefndin sem um málið fjallaði tók ákvörðun um að birta niðurstöðurnar í dag, þ.e. um leið og endanlegar tillögur voru tilbúnar til birtingar.