143. löggjafarþing — 21. fundur,  13. nóv. 2013.

störf þingsins.

[15:11]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti hefur skoðað það álitamál sem hv. þingmenn hafa hér rætt varðandi ráðningu Ásmundar Einars Daðasonar sem aðstoðarmanns fosætisráðherra og það er augljóst mál að þessi mál standast fullkomlega. Hér er um það að ræða að hv. þingmaður verður hér áfram hv. þingmaður, gegnir sínum þinglegu skyldum, situr í nefndum, eða nefnd eftir atvikum, innan vébanda Alþingis. Það er ekki óþekkt að þingmenn gegni öðrum störfum launuðum og ólaunuðum utan þingsins án þess að að því sé fundið. Það gengur því að öllu leyti upp að mati forseta.