143. löggjafarþing — 21. fundur,  13. nóv. 2013.

um fundarstjórn.

[15:38]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Herra forseti. Ég verð að fá að gera athugasemd við fullyrðingu sem kom fram í máli hv. þm. Guðlaugs Þórs Þórðarsonar áðan. Undir liðnum um störf þingsins fjallaði ég, og einnig hv. þm. Róbert Marshall, um þróunaraðstoð til þróunarsamvinnu á grundvelli þingsályktunar um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands sem felur í sér ákveðið hlutfall af vergum þjóðartekjum til þess málaflokks.

Hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson blandar allt öðrum þætti inn í þetta mál og nánast (Forseti hringir.) talar um að við séum í þróunarsamvinnu að ræða um styrk til Evrópusambandsins eða EFTA-ríkja. (Forseti hringir.) Það er ekki hægt að búa við það, virðulegur forseti. Ég veit að þetta er á mörkum þess að geta haft …

(Forseti (EKG): Forseti telur reyndar að hér hafi verið farið út fyrir mörkin.)

Forseti ætti þá að gera athugasemd við það þegar þingmenn blanda saman málum með þeim hætti sem gert var hér áðan. Okkur var nánast borið á brýn að tala um aðstoð til Evrópusambandsríkja þegar við erum að tala um stuðning við fátækustu ríki heims.