143. löggjafarþing — 21. fundur,  13. nóv. 2013.

flutningur verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta.

161. mál
[16:01]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. innanríkisráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur kærlega fyrir þessi svör. Ég fagna þessari nálgun. Ég fagna þeim vilja sem hún lýsir að sé í ráðuneytinu. Allt byggist þetta á því að við sýnum öll þann vilja, hvort sem það er hér á Alþingi eða í ráðuneytunum eða úti í samfélaginu, að horfa út fyrir boxið og þora að gera breytingar. Það er ánægjulegt að heyra að viljinn sé fyrir hendi. Ég hef fulla trú á að svo sé.

Það er líka mikilvægt sem kom fram hjá hæstv. ráðherra að efla og stækka embættin. Við þurfum að hafa vissa þjónustu á landsbyggðinni. Það er um að gera að efla þá þjónustu til að nýta hana betur. Þess vegna fagna ég frumvarpinu og mun vinna að því í allsherjar- og menntamálanefnd.