143. löggjafarþing — 21. fundur,  13. nóv. 2013.

aukatekjur ríkissjóðs.

157. mál
[16:20]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í umræðu um störf þingsins um daginn var rætt um gjald sem einstaklingar sem óska eftir að fara í gjaldþrot þurfa að greiða upp á 250 þús. kr. Þetta er eitt af málunum sem eru á lista eða í þingsályktuninni sem var samþykkt hér í vor eða sumar um að reyna að koma eitthvað til móts við skulduga og hjálpa skuldugum heimilum. Þær 250 þús. kr. sem þarf að greiða ef einstaklingar óska eftir að fara í gjaldþrot eru einmitt í þessum lagabálki um aukatekjur ríkissjóðs. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort ekki hafi komið til tals við gerð frumvarpsins að breyta gjaldinu, þessu tryggingagjaldi eins og ég held að það sé kallað.