143. löggjafarþing — 22. fundur,  14. nóv. 2013.

bílastyrkir lífeyrisþega.

[10:52]
Horfa

Freyja Haraldsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir greinargóð svör. Ég er sammála og fagna því að fyrirhugað sé að innleiða þetta kerfi allt saman í kringum stoðtæki og almannatryggingar yfir höfuð og leitast verði við að fólk geti í auknum mæli leitað á einn stað. Ég vil þó benda á í því samhengi að við þurfum líka að fara varlega í sameiningu að passa að rugla ekki saman þeim sem veita ráðgjöf og upplýsingar um hvaða þjónusta er í boði annars vegar og hins vegar þeim sem greiða fyrir og meta hverjir eiga rétt á hvaða þjónustu, því að það er líka mikilvægt að þeir sem veita upplýsingar um það séu ekki rosalega bundnir af því að þurfa að borga það líka. Það setur sinn svip á alla þjónustuna.

En ég fagna virkilega þessu með bílamálin og óska ykkur velfarnaðar í því að einfalda þetta.