143. löggjafarþing — 22. fundur,  14. nóv. 2013.

nauðungarsala.

150. mál
[12:14]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er nefnilega málið að stór hluti af þeim sem eru að fara í uppboðsferli, ég held nánast stærsti hlutinn, borgar lítið sem ekkert af lánunum sínum. Þeir sem borga það sama og þeir borguðu fyrir svokallað bankahrun, einkabankarnir eru ekki að bjóða eignir þeirra upp, en það getur vel verið að þar sem reglur Íbúðalánasjóðs eru strangari séu einhverjir að lenda í því þar.

Það er vandamál sem þarf að taka upp. Hv. þingmaður sagði áðan að fólk gæti valið um það hvort það borgi af skuldunum eða sleppt því og fari þá í gjaldþrot. Það er það sem ég er að tala um. Þeir sem velja það að borga af láninu sínu það sama og var fyrir forsendubrestinn, þeim eigum við að hlífa alveg algjörlega, en þeir sem hafa ekki haft ráð á því eða ákveðið að borga ekki svo árum skiptir af íbúðinni sinni, við erum að fresta vanda þeirra. Það er af þeim forsendum sem ég segi að frumvarpið gangi of langt.

Við eigum að fókusera á það hvort við getum breytt reglum Íbúðalánasjóðs þannig að þeir sem borga það sama og þeir gerðu samning um, að hús þeirra verði ekki boðin upp. Það er það sem ég er að meina.