143. löggjafarþing — 22. fundur,  14. nóv. 2013.

aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni.

158. mál
[14:27]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir þetta tímamótafrumvarp og tel mjög mikilvægt að það nái fram að ganga. Markmiðin eru að minnsta kosti góð.

Við nýju þingmennirnir höfum orðið vör við það á fyrstu dögum þingsins þegar við sjáum leiðir til hagræðingar, leiðir til að minnka regluverkið og fara betri leiðir, að helsti þröskuldurinn er leiðin á milli ráðuneyta, að færa verkefni úr einu ráðuneyti yfir í annað. Er eitthvað tekið á því í frumvarpinu eða þekkir hæstv. forsætisráðherra einhverja aðferð til að fjarlægja þann þröskuld?

Einnig: Eru ekki stjórnvöld nú þegar byrjuð að vinna eftir markmiðum þessa frumvarps?