143. löggjafarþing — 22. fundur,  14. nóv. 2013.

aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni.

158. mál
[14:29]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir þessi góðu svör og fagna þeim. Það kom einnig fram hjá honum að þingnefndum yrði heimilað að kalla eftir ábendingum ráðsins eða að láta meta lagafrumvörp, sem ég fagna mjög. Það eykur vægi þingsins. Því langar mig að spyrja hvort það séu einhver frekari áform í því efni eins og að leyfa þingnefndum að kalla eftir kostnaðarmati á lagafrumvörpum og meiri ritaraþjónustu og annað slíkt, t.d. þegar þingmenn fá verkefni frá ráðuneytum til að vinna að lagafrumvörpum.