143. löggjafarþing — 22. fundur,  14. nóv. 2013.

aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni.

158. mál
[14:29]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Já, þetta er líka prýðisgóð ábending hjá hv. þingmanni. Fjármálaráðuneytið vinnur nú kostnaðaráætlun fyrir öll frumvörp ríkisstjórnarinnar og með sömu rökum og fjármálaráðuneytið veitir ríkisstjórninni þessa þjónustu, við getum kallað það það, er ástæða til að auka við þá þjónustu sem þingmenn hafa, m.a. varðandi kostnaðarmat og aðra þjónustu sem vera þarf til staðar til að frumvörp séu sem best úr garði gerð.