143. löggjafarþing — 22. fundur,  14. nóv. 2013.

aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni.

158. mál
[14:38]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er ekki nauðsynlegt að fá formlega umsögn á vinnslustigi. Það er eingöngu verið að opna á að hægt verði að leita til ráðsins og í rauninni njóta þjónustu þess á meðan verið er að semja frumvörp. Svo ítreka ég að markmiðið er ekki að segja stjórnmálamönnum hvað sé æskileg stefna og hvað ekki, eingöngu það að frumvörpin sem eiga að ná tilteknum markmiðum séu sem best til þess fallin að gera það á hagkvæman og skilvirkan hátt.

Hvað varðar dæmi um mál sem færu fyrir þetta regluráð og hvaða mál ekki snýst það, eins og ég rakti í ræðunni, framan af, á meðan verið er að koma þessu af stað, fyrst og fremst um umfang málanna, stærð þeirra, og þar af leiðandi um mál sem hafa veruleg áhrif fyrir atvinnulífið, áhrif sem fela í sér (Forseti hringir.) umtalsverðan kostnað.