143. löggjafarþing — 23. fundur,  18. nóv. 2013.

fjárveiting vegna vetrarólympíuleika fatlaðra.

[15:16]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka enn á ný fyrir hvatninguna sem ég tel felast í orðum hv. þm. Bjarkeyjar Gunnarsdóttur. Þetta er að mínu mati mjög mikilvægt og ég mun án efa eiga samtal við ráðherra íþróttamála. Ég tel jafnframt mjög mikilvægt að menn hafi það í huga að þeir sem standa að íþróttastarfi almennt í landinu horfi til þess að ekki sé verið að mismuna milli ólíkra hópa og að hugað sé að því að það fjármagn sem fer í íþróttastarf fari ekki bara til ófatlaðra heldur líka fatlaðra einstaklinga.