143. löggjafarþing — 23. fundur,  18. nóv. 2013.

tengivegir og einbreiðar brýr.

154. mál
[15:50]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegur forseti. Ég þakka kærlega fyrir þessa mikilvægu umræðu en hér ræðum við um öryggi á vegum sem er mjög mikilvægt. Það að vegirnir séu öruggir mun bæta lífsgæði landsbyggðarfólks til muna. Það er hluti af grunnþjónustunni að hafa samgöngumál í lagi. Það er algjör forsenda þess að sveitirnar haldist í byggð og fólk lifi þar ásættanlegu lífi. Ég bið þingmenn að taka tillit til þess í umræðu um þessi mál, þetta er hluti af grunnþjónustu samfélagsins sem við verðum að hlúa vel að, sem hefur ekki verið nóg gert að undanförnu.