143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[16:17]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef þann metnað í náttúruverndarmálum og reyndar öllum málum er lúta að stjórnsýslunni að þau séu undirbyggð faglega og vel og að haft sé samráð við alla aðila og að á þá sé hlustað. Það hyggst ég gera.

Varðandi aðra þá þætti er hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon kom inn á verður hann að svara því sjálfur.