143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[16:44]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Mig langar að fá álit þingmannsins á því hvort e.t.v. hefði farið betur á því að fresta því að fella lögin úr gildi og fela nýjum umhverfisráðherra, sem á væntanlega að taka við ráðuneytinu um áramótin — það er reyndar ekki alveg ljóst — að sjá um þessi mál. Hann er væntanlega sérfræðingur í umhverfismálum. Hefði kannski farið betur á því að færa þeim ráðherra þann bitra kaleik?