143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[16:44]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú veit ég ekki hvenær nýr umhverfisráðherra kemur til starfa. Hann er margboðaður eins og margt annað þannig að ég veit ekki hvort eðlilegt væri að bíða þess. En mitt mat er hins vegar það að eðlilegasta vinnulagið hefði þá verið að setja strax í gang vinnu við þær greinar sem mat hæstv. ráðherra væri að breyta og grípa þá til þess að fresta gildistökunni enn um sinn ef niðurstaða úr þeirri vinnu lægi ekki fyrir. Ég tel auðvitað sjálf að ekki sé ástæða til þess að ráðast í breytingar á náttúruverndarlögum, en ef ég set mig í spor hæstv. ráðherra hefði ég talið það eðlilegra vinnulag.