143. löggjafarþing — 24. fundur,  18. nóv. 2013.

náttúruvernd.

167. mál
[17:32]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé hárrétt hjá hv. þingmanni að við eigum að leyfa þjóðinni að fella sinn dóm um þær ræður sem hér eru haldnar. Ég heyrði hins vegar hv. þingmann fara hér með samsæriskenningu eftir samsæriskenningu um hvað stæði á bak við þá aðgerð sem við ræðum hér. Ég heyrði meira að segja hv. þingmann ræða um að hugsanlega lægju á bak við þessa ákvörðun einhverjir dólgslegir tilburðir hæstv. ráðherra. Mér fannst það ekkert sérstaklega sanngjarnt og málefnalegt. Ég áskil mér fullan rétt til að hafa skoðun á þeim orðum sem mér fundust hv. þingmanni reyndar ekki til sóma, svo ég segi það. Að sjálfsögðu munum við hafa gott og mikið samráð í umhverfis- og samgöngunefnd (Forseti hringir.) eins og við höfum haft hingað til og margítrekað hefur komið fram í umræðunni, bæði hjá stjórnarþingmönnum og stjórnarandstöðuþingmönnum.